Allt um kvennaverkfallið
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 30. október til 9. nóvember 2023 voru Íslendingar spurðir um viðhorf til kvennaverkfallsins. Spurt var eftirfarandi þriggja spurninga.
- Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu?
- Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins? Verkfallsaðgerðirnar fólust í því að konur og kvár lögðu niður störf þann 24. október síðastliðinn til að vekja athygli á kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og að störf kvenna og kvára eru ekki metin að verðleikum.
- Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.
1. Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Þessa spurningu fengu einungis konur. Um 27% kvenna mættu á samstöðufund á Arnarhóli og tæp 9% mættu á samstöðufund annars staðar á landinu. Um 65% mættu ekki á samstöðufund.
Mynd 1 Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Niðurstöður kvenna sem tóku afstöðu.
Samtals mættu 35% kvenna og kvára á samstöðufund og 65% mættu ekki.
Mynd 2 Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Niðurstöður kvenna sem tóku afstöðu.
Um 40% kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni.
Mynd 3 Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Niðurstöður eftir búsetu.
Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27% kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42% kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri.
Mynd 4 Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Niðurstöður eftir einstaklingstekjum.
2.Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins?
Verkfallsaðgerðirnar fólust í því að konur og kvár lögðu niður störf þann 24. október síðastliðinn til að vekja athygli á kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og að störf kvenna og kvára eru ekki metin að verðleikum.
Um 73% svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18% voru hvorki hlynnt né andvíg og um 9% voru andvíg.
Mynd 5 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Martækur munur er á afstöðu eftir kyni. Um 87% kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60% karla.
Mynd 6 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins? Niðurstöður eftir kyni.
Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru.
Mynd 7 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins? Niðurstöður eftir aldri.
3. Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.
Um 66% þjóðarinnar eru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22% eru hvorki sammála né ósammála og 12% eru ósammála.
Mynd 8 Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára. Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Marktækur munur er eftir kyni þátttakanda. Tæp 79% kvenna eru sammála fullyrðingunni í samanburði við rúm 54% karla.
Mynd 9 Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára. Niðurstöður eftir kyni.
Um 74% íbúa Reykjavíkur eru sammála því að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna, um 68% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og um 56% íbúa á landsbyggðinni. Íbúar Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga eru marktækt meira sammála en íbúar landsbyggðarinnar.
Mynd 10 Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára. Niðurstöður eftir búsetu.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 30. október til 8. nóvember 2023.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%