Allt um kvennaverkfallið

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 30. október til 9. nóvember 2023 voru Íslendingar spurðir um viðhorf til kvennaverkfallsins. Spurt var eftirfarandi ‏‏‏‏‏‏‏‏‏þriggja spurninga.

  1. Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu?

  2. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins? Verkfallsaðgerðirnar fólust í því að konur og kvár lögðu niður störf þann 24. október síðastliðinn til að vekja athygli á kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og að störf kvenna og kvára eru ekki metin að verðleikum.

  3. Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.

    kvennaferkfall facebook event scaled

1. Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Þessa spurningu fengu einungis konur. Um 27% kvenna mættu á samstöðufund á Arnarhóli og tæp 9% mættu á samstöðufund annars staðar á landinu. Um 65% mættu ekki á samstöðufund.

mættir þú á fund

Mynd 1 Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Niðurstöður kvenna sem tóku afstöðu.

Samtals mættu 35% kvenna og kvára á samstöðufund og 65% mættu ekki.

mættir þú á fund kaka

Mynd 2 Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Niðurstöður kvenna sem tóku afstöðu.

Um 40% kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni.

mættir þú á fund búseta

Mynd 3 Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Niðurstöður eftir búsetu.

Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27% kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42% kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri.mættir eftir tekjum

Mynd 4 Mættir þú á samstöðufund Kvennaverkfallsins sem haldinn var á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn, eða samstöðufund annars staðar á landinu? Niðurstöður eftir einstaklingstekjum.

2.Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins?
Verkfallsaðgerðirnar fólust í því að konur og kvár lögðu niður störf þann 24. október síðastliðinn til að vekja athygli á kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og að störf kvenna og kvára eru ekki metin að verðleikum.

Um 73% svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18% voru hvorki hlynnt né andvíg og um 9% voru andvíg.

hlynnt andvíg allir

Mynd 5 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Martækur munur er á afstöðu eftir kyni. Um 87% kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60% karla.

hlynnt adnvíg eftir kyni

Mynd 6 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins? Niðurstöður eftir kyni.

Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru.

hlynnt eftir aldri makte
Mynd 7 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) varst þú verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins? Niðurstöður eftir aldri.

3. Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.

Um 66% þjóðarinnar eru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22% eru hvorki sammála n‎é ósammála og 12% eru ósammála.
hafa aðgerðir áhrif viðhorf allra

Mynd 8 Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára. Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Marktækur munur er eftir kyni þátttakanda. Tæp 79% kvenna eru sammála fullyrðingunni í samanburði við rúm 54% karla.

jákvæað áhrif eftir kyni

Mynd 9 Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára. Niðurstöður eftir kyni.

Um 74% íbúa Reykjavíkur eru sammála ‏‏því að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna, um 68% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og um 56% íbúa á landsbyggðinni. Íbúar Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga eru marktækt meira sammála en íbúar landsbyggðarinnar.

jákvæð áhrif búeseta

Mynd 10 Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára. Niðurstöður eftir búsetu.

 

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 30. október til 8. nóvember 2023.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%