64% þjóðarinnar er hlynnt styttingu vinnuviku
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana frá 30. október til 9. nóvember 2023 var lögð fram spurning um viðhorf gagnvart styttingu vinnuvikunnar. Vísað var í VR blaðið sem kom út í október þar sem kom fram að VR og LÍV munu gera þá kröfu í komandi kjaraviðræðum að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku.
Spurt var eftirfarandi.
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú styttingu vinnuvikunnar í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku?
64% þjóðarinnar eru hlynnt styttingu vinnuviku, 17% eru hvorki hlynnt né andvíg og 19% eru andvíg.
Mynd 1 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú styttingu vinnuvikunnar í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku?
Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Marktækur munur er á viðhorfi eftir kyni, konur eru hlynntari en karlar.
Mynd 2 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú styttingu vinnuvikunnar í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku? Niðurstöður eftir kyni.
Einstaklingar í aldurshópnum 25-34 ára er helst hlynntir og er marktækur munur á skoðunum þeirra og þeim sem eldri eru. Flestir eru andvígir í aldurshópnum 65 ára og eldri eða 31 % og fæstir eru andvígir í aldurshópnum 18-24 ára eða um 8%.
Mynd 3 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú styttingu vinnuvikunnar í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku?
Niðurstöður eftir aldri.
Þau sem eru í sambúð eru marktækt hlynntari en þau sem eru í hjónabandi eða einhleypir.
Mynd 4 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú styttingu vinnuvikunnar í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku? Niðurstöður eftir hjúskaparstöðu.
Þau sem eru launþegar í fullu starfi eða hlutastarfi eru marktækt hlynntari styttingu vinnuvikunnar en þau
sem eru atvinnurekendur eða sjálfstætt starfandi.
Mynd 6 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú styttingu vinnuvikunnar í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku?
Niðurstöður eftir stöðu á vinnumarkaði.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 30. október til 9. nóvember 2023
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents
Úrtak: 2.250 (einstaklingar 18 ára og eldri
Svarhlutfall: 51%