60% Íslendinga í aldurshópnum 18-24 ára vilja banna sölu flugelda til einkanota.

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 30. desember 2021 til 9. janúar 2022 voru Íslendingar spurðir þriggja spurninga um flugelda.  Spurt var hvort þeir hafi keypt flugelda, hvort þeim finnst að það eigi að takmarka magn flugelda á einstakling eða banna þá alfarið til einkanota.

Kaupir þú flugelda?

kaupir thu flugelda prosent 2022

Mynd 1 kaupir þú flugelda? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Um 36% svarenda sagðist kaupa flugelda og 64% svarenda kaupir ekki.  Fólk búsett á landsbyggðinni er líklegra en fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa flugelda eins og eftirfarandi mynd sýnir. Auk þess kaupa karlar frekar flugelda en konur og þau sem eru í aldurshópnum 35-44 ára kaupa frekar flugelda en þau sem yngri eru og 55 ára og eldri.

flugeldar landsbyggdin og hofudborgarsvaedid prosent
Mynd 2 Kaupir þú flugelda? Niðurstöður eftir búsetu.

Hversu sammála eða ósammála ertu því að takmarka eigi magn flugelda sem hver einstaklingur megi kaupa?

Meira en helmingur þjóðarinnar eða 52% er sammála því að takmarka eigi það magn flugelda sem hver einstaklingur má kaupa.  Um 14% svarenda er hvorki sammála né ósammála og 34% er ósammála.

sammala med takmorkunum a flugeldum prosent
Mynd 3. Hversu sammála eða ósammála ertu því að takmarka eigi magn flugelda sem hver einstaklingur megi kaupa?  Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Íslendingar í aldurshópnum 18-24 ára er meira sammála því að takmarka eigi magn flugelda sem hver einstaklingur má kaupa en þau sem eldri eru. Auk þess eru konur meira sammála en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins meira sammála en íbúar landsbyggðarinnar.

takmarkanir flugeldar eftir aldri prosent
Mynd 4  Hversu sammála eða ósammála ertu því að takmarka eigi magn flugelda sem hver einstaklingur megi kaupa? Niðurstöður eftir aldri.

60% kvenna er sammála því að hafa takmarkanir á móti 44% karla.

takmarkanir flugeldar eftir kyni prosent
Mynd 5  Hversu sammála eða ósammála ertu því að takmarka eigi magn flugelda sem hver einstaklingur megi kaupa. Niðurstöður eftir kyni.
Hversu sammála eða ósammála ertu því að banna eigi sölu flugelda til einkanota?

44% Íslendinga er sammála því að banna eigi sölu flugelda til einkanota, 15% þjóðarinnar segir hvorki né og 41% er ósammála. Konur voru meira sammála en karlar og þau sem eru 18-24 ára meira sammála en þau sem eldri eru

banna solu til einkanota
Mynd 6  Hversu sammála eða ósammála ertu því að banna eigi sölu flugelda til einkanota.  Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Konur voru meira sammála en karlar og 60% svarenda í aldurshópnum 18-24 ára  vilja banna sölu flugelda til einkanota. 

banna solu flugelda eftir aldri
Mynd 7  Hversu sammála eða ósammála ertu því að banna eigi sölu flugelda til einkanota.  Niðurstöður eftir aldri.  

Framkvæmd rannsóknar

Gögnum var safnað frá 30. desember 2021 til 9. janúar 2022.

Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.

Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)

Svarendur: 1.118

Svarhlutfall: 49%

Nánari upplýsingar má fá með því að senda okkur tölvupóst.