54% þjóðarinnar eru hlynnt því að leyfa katta- og hundhald í fjölbýli
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 29. júní til 17. júlí 2023 voru Íslendingar spurðir tveggja spurninga um dýrahald.
- Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði leyft án skilyrðis fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang?
- Átt þú hund(a) eða kött/ketti?
54% þjóðarinnar eru hlynnt því að leyfa katta- og hundhald í fjölbýli án skilyrðis 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang, 13% eru hvorki hlynnt né andvíg og 33% eru andvíg.
Mynd 1 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði leyft án skilyrðis fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Viðhorf þjóðarinnar breytist eftir því á hvaða aldri hún er. Mesta andstaðan, 51% mælist í elsta aldurshópnum 65 ára og eldri en andstaðan mælist einungis 9% í yngsta aldurshópnum 18-24 ára.
Mynd 2 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði leyft án skilyrðis fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang? Niðurstöður eftir aldri.
Marktækur munur er á viðhorfi eftir kyni, 62% kvenna eru hlynntar á móti 46% karla.
Mynd 3 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði leyft án skilyrðis fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang? Niðurstöður eftir kyni.
Fleiri eru hlynntir á höfðuborgarsvæðinu eða 58% og er marktækur munur á viðhorfi þeirra og þierra sem búa á landsbyggðinni eða 46%.
Mynd 4. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði leyft án skilyrðis fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang? Niðurstöður eftir búsetu.
Tæpur helmingur þjóðarinnar eða 48% á engin gæludýr og 52% þjóðarinnar á gæludýr. Skiptist gæludýraeign hennar eftirfarandi: 20% þjóðarinnar á hund eða hunda, 18% á kött eða ketti, 6% eiga bæði. 9% eiga annarskonar gæludýr.
Mynd 5 Átt þú hund(a) eða kött/ketti? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar saman sést að 40% þeirra sem eiga ekki gæludýr eru hlynnt, 14% eru hvorki hlynnt né andvíg og 46% eru andvíg. 66% þeirra sem eiga gæludýr eru hlynnt, 13% eru hvorki hlynnt né andvíg og 21% eru andvíg því að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði leyft án skilyrðis fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang?
Mynd 6 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði leyft án skilyrðis fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang? Niðurstöður eftir því hvort að fólk á gæludýr eða ekki.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 29. júní til 17. júlí 2023.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.450 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%