48% þjóðarinnar eru ánægð með ákvörðun Svandísar Svarsdóttur að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágústs
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 29. júní 2023 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurningar:
Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánægð(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst?
48% þjóðarinnar eru mjög eða frekar ánægð með ákvörðun Svandísar að stöðva veiðar og 36% eru mjög eða frekar óánægð með ákvörðunina, 16% svara hvorki né.
Mynd 1. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánægð(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Marktækur munur er á afstöðu eftir kyni og eru konur ánægðari með ákvörðunina en karlar. 55% kvenna er ánægð með ákvörðun Svandísar og 42% karla. 27% kvenna er óánægð með ákvörðun Svandísar og 43% karla.
Mynd 2. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Meðaleinkunn á skalanum 1 til 5.
Mest er ánægjan hjá aldurshópnum 18-24 ára sem eru marktækt ánægðari með ákvörðunina en aðrir aldurshópar. 55 ára og eldri eru marktækt óánægðari með ákvörðunina en þau sem yngri eru.
Mynd 3. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánægð(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst? Svör eftir aldri.
Marktækur munur er á afstöðu eftir fylgi flokka. Flestir þeirra sem myndu kjósa Pírata til þingkosninga eru ánægðir með ákvörðun Svandísar og er marktækur munur á afstöðu þeirra og annarra flokka. Mest er óánægjan hjá þeim sem myndu kjósa Miðflokkinn og eru þeir markækt óánægðari með ákvörðunina en fylgjendur annarra flokka.
Mynd 4. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánægð(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst? Svör eftir listum sem svarendur sögðust myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 22. til 29. Júní
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Fjöldi svara: 1.147
Úrtak: 2.250 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%
Gögn könnunarinnar voru vigtuð til þess að úrtakið endurspeglaði þýðið með tilliti til kyns, aldurs og búsetu