48% þjóðarinnar eru ánægð með ákvörðun Svandísar Svarsdóttur að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágústs

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 29. júní 2023 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurningar:

Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánægð(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst?

48% þjóðarinnar eru mjög eða frekar ánægð með ákvörðun Svandísar að stöðva veiðar og 36% eru mjög eða frekar óánægð með ákvörðunina, 16% svara hvorki né. 

stöðva hvalveiðar allir
Mynd 1.  Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánægð(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

 

Marktækur munur er á afstöðu eftir kyni og eru konur ánægðari með ákvörðunina en karlar.  55% kvenna er ánægð með ákvörðun Svandísar og 42% karla.  27% kvenna er óánægð með ákvörðun Svandísar og 43% karla.    

stöðva hvalveiðar kyn

Mynd 2. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Meðaleinkunn á skalanum 1 til 5.

 

Mest er ánægjan hjá aldurshópnum 18-24 ára sem eru marktækt ánægðari með ákvörðunina en aðrir aldurshópar. 55 ára og eldri eru marktækt óánægðari með ákvörðunina en þau sem yngri eru.

 

hvalveiðar aldur

Mynd 3.  Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánægð(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst? Svör eftir aldri. 

 

Marktækur munur er á afstöðu eftir fylgi flokka.  Flestir þeirra sem myndu kjósa Pírata til þingkosninga eru ánægðir með ákvörðun Svandísar og er marktækur munur á afstöðu þeirra og annarra flokka.  Mest er óánægjan hjá þeim sem myndu kjósa Miðflokkinn og eru þeir markækt óánægðari með ákvörðunina en fylgjendur annarra flokka.

hvalveiðar stjórnmálaflokkar

Mynd 4.  Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánægð(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst? Svör eftir listum sem svarendur sögðust myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag.  

 


Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 22. til 29. Júní
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Fjöldi svara: 1.147
Úrtak: 2.250 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%

Gögn könnunarinnar voru vigtuð til þess að úrtakið endurspeglaði þýðið með tilliti til kyns, aldurs og búsetu