Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 24. janúar til 1. febrúar 2022 voru Íslendingar spurðir hversu hlynntir eða andvígir þeir væru sölu áfengis á skíðasvæðum á Íslandi..

Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú sölu áfengis á skíðasvæðum á Íslandi?

Tæplega helmingur, eða 47% Íslendinga, er andvígur sölu áfengis á skíðasvæðum, 27% eru hlynnt sölu og 26% eru hvorki hlynnt né andvíg.

afengi a skidasvaedum hlynntur eda andvigur
Mynd 1 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú sölu áfengis á skíðasvæðum á Íslandi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Konur er andvígari sölu áfengis en 55% kvenna eru andvígar sölu áfengis á móti 39% karla.

afengi a skidasvaedum eftir kyni
Mynd 2 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú sölu áfengis á skíðasvæðum á Íslandi? Niðurstöður eftir kyni.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hlynntari sölu áfengis en 29% svarenda eru hlynnt sölu á móti 23% íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 

afengi a skidasvaedum eftir buetu
Mynd 3 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú sölu áfengis á skíðasvæðum á Íslandi? Niðurstöður eftir búsetu.

62% 65 ára og eldri eru andvíg áfengissölu á skíðasvæðum á Íslandi en aðeins 32% í aldurshópnum 25-34 ára.

afengi a skidasvaedum eftir aldri
Mynd 4 Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú sölu áfengis á skíðasvæðum á Íslandi? Niðurstöður eftir aldri.


Tekjulægri einstaklingar eru frekar andvígir sölu áfengis á skíðasvæðum en tekjuhærri.

afengi a skidasvaedum eftir tekjum 2
Mynd 5.  Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú sölu áfengis á skíðasvæðum á Íslandi? Niðurstöður eftir tekjum.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 24. janúar til 1. febrúar 2022.

Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.

Úrtak: 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri)

Svarendur: 1.103

Svarhlutfall: 50,1%