46% þjóðarinnar eru andvíg þátttöku Íslands í Eurovision í ár

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 8.-14. mars 2024 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurninga:

Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með sigurlag Söngvakeppninnar, lagið Scared of Heights með Heru Björk?
• Hvort lagið sem keppti í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar hefðir þú viljað að hefði unnið Söngvakeppnina?
• Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú þátttöku Íslands í Eurovision í ár með lagið Scared of Heights með Heru Björk?
• Tókst þú þátt í kosningum í úrslitum Söngvakeppninnar?

Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með sigurlag Söngvakeppninnar, lagið Scared of Heights með Heru Björk?

33% þjóðarinnar er ánægð með sigurlagið Scared of Heights með Heru Björk, 29% eru hvorki ánægð né óánægð og 39% eru óánægð.

ánægja allir

Mynd 1. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með sigurlag Söngvakeppninnar, lagið Scared of Heights með Heru Björk? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

Töluverður afstöðumunur er eftir aldri. Þau sem eru 18 til 34 ára eru marktækt óánægðari en þau sem eru 45 ára og eldri. Flestir eru ánægðir með lag Heru í aldurshópnum 55-64 ára og 65 ára og eldri eða 46% og 52%.
þátttaka efitr aldri

Mynd 2. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með sigurlag Söngvakeppninnar, lagið Scared of Heights með Heru Björk? Svör eftir aldri.

Marktækur munur er á milli kynja og eru konur frekar óánægðar með lagið Scared of Heights með Heru Björk en Karlar. 47% kvenna eru óánægð með lagið og 30% karla eru óánægðir.

Þátttaka eftir kyni

Mynd 3. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með sigurlag Söngvakeppninnar, lagið Scared of Heights með Heru Björk? Svör eftir kyni.

Hvort lagið sem keppti í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar hefðir þú viljað að hefði unnið Söngvakeppnina?

42% hefðu viljað að Wild West með Bashar Murad hefði unnið, 38% hefðu vilja að lagið Scared of Heights með Heru Björk hefði unnið og 21% vildu að hvorugt lagið hefði unnið.

hvort lagið allir
Mynd 4 . Hvort lagið sem keppti í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar hefðir þú viljað að hefði unnið Söngvakeppnina? Svö þeira sem tóku afstöðu.

73% í aldurshópnum 18-24 ára hefðu viljað að Bashar Murad hefði unnið og 6% hefðu viljað að Hera hefði unnið. 15% í aldurshópnum 65 ára og eldri hefðu viljað að Bashar Murad hefði unnið og 64% að Hera hefði unnið.

hvort lagið aldur
Mynd 5. Hvort lagið sem keppti í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar hefðir þú viljað að hefði unnið Söngvakeppnina? Svö eftir aldri.

Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú þátttöku Íslands í Eurovision í ár með lagið Scared of Heights með Heru Björk?

31% þjóðarinnar er hlynnt þátttöku Íslands í Eurovision með lagið Scared of Heights með Heru Björk. 23% eru hvorki hlynnt né andvíg og 46% eru andvíg.

afstaða allir
Mynd 6. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú þátttöku Íslands í Eurovision í ár með lagið Scared of Heights með Heru Björk? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

71% þeirra sem vildu að lagið Scared of Heights með Heru myndi vinna Söngvakeppnina eru hlynnt þátttöku í Eurovision en 7% þeirra sem vildu að Wild West með Bashar Murad myndi vinna.

afstaða gagnvart þátttöku eftir hvort lagið hefði átt að vinna
Mynd 7. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú þátttöku Íslands í Eurovision í ár með lagið Scared of Heights með Heru Björk? Svör eftir því
hvort lagið hefði átt að vinna.

Tókst þú þátt í kosningum í úrslitum Söngvakeppninnar?

23% þjóðarinnar 18 ára og eldri tók þátt í kosningum í úrslitum Söngvakeppninnar og 77% gerðu það ekki.

Þátttaka í kosninu já nei allir
Mynd 8. Tókst þú þátt í kosningum í úrslitum Söngvakeppninnar? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

Ekki var marktækur munur eftir kyni en einstaklingar á aldrinum 18 til 24 ára tóku síður þátt en þau sem eldri eru.

tókstu þátt aldur

Mynd 9. Tókst þú þátt í kosningum í úrslitum Söngvakeppninnar? Svör eftir aldri.

Þau sem eru með 800 þúsund krónur eða hærri mánaðartekjur tóku frekar þátt en þau sem eru með lægra en 400 þúsund krónur.

Þátttaka í kosninu já nei tekjur
Mynd 10. Tókst þú þátt í kosningum í úrslitum Söngvakeppninnar? Svör eftir einstaklingstekjum.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 8. til 14. mars 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1.900(einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 52%