38% þjóðarinnar er jákvæð gagnvart Borgarlínunni en 40% neikvæð.

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14. til 28. september síðastliðna var spurt hversu jákvætt eða neikvætt viðhorf svarenda væri gagnvart Borgarlínunni.

• Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni?

Um 38% þjóðarinnar eru jákvæð, 21% hvorki jákvæð né neikvæð og 40% neikvæð.

borgarlínan allir

Mynd 1. Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Mikill munur er á viðhorfi eftir aldri. Þau sem eru 18 til 24 ára eru jákvæðari gagnvart Borgarlínunni en aðrir aldurshópar. 45 ára og eldri eru neikvæðari gagnvart Borgarlínunni en 18 til 44 ára.

borgarlínan aldur

Mynd 2. Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni? Niðurstöður eftir aldri.

Munur er á viðhorfi eftir búsetu. Íbúar Reykjavíkur eru jákvæðari gagnvart Borgarlínunni en íbúar Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og íbúar landsbyggðarinnar.

borgarlínan búseta

Mynd 3. Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni? Niðurstöður eftir búsetu.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 14. til 28. september 2023.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.700 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 52%