31% Íslendinga trúa á álfa

Í könnun sem framkvæmd var í byrjun maí 2022 kemur í ljós að 31% Íslendinga segjast trúa á álfa, 57% trúa ekki, 11% svara ég veit það ekki og 1% vil ekki svara.

truir thu a alfa afstada allra 1


Mynd 1: Trúir þú á álfa, svör allra sem tóku þátt í könnun.

Ef viðhorf þeirra sem tóku afstöðu er skoðuð, þá eru hlutfall þeirra sem trúir á álfa orðið meira en þriðjungur þjóðarinnar eða 35% Íslendinga og 65% sem segjast ekki trúa á álfa.

truir thu a alfa islendingar 1
Mynd 2: Trúir þú á álfa? Niðurstöður hjá þeim sem tóku afstöðu.

Marktækur munur er á viðhorfi landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og eru fleiri á landsbyggðinni sem trúa á álfa heldur en á höfuðborgarsvæðinu.

truir thu a alfa eftir busetu prosent
Mynd 3: Trúir þú á álfa? Niðurstaða þeirra sem tók afstöðu eftir búsetu.

Fleiri konur en karlar trúa á álfa, 44% kvenna segist trúa á álfa á móti 27% karlmanna.

truir thu a alfa eftir kyni prosent
Mynd 4: Trúir þú á álfa? Niðurstöður eftir kyni.

Flestir Íslendingar í aldurshópnum 55-64 ára trúa á álfa en þar mælist hlutfallið 49% á móti 51% sem trúir ekki á álfa. Fæstir trúa á álfa í aldurshópnum 25-34 ára eða 23% sem trúa á álfa og 77% sem trúa ekki á álfa.

truir thu a alfa eftir aldri
Mynd 5: Trúir þú á álfa? Niðurstöður eftir aldri.

Framkvæmdatími

Gögnum var safnað frá 29. apríl 11. maí 2022.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2300 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 51,6%